Tómas Knútsson og Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands

Forseti Íslands átti fund með Tómasi Knútssyni, stofnanda og forsprakka Bláa hersins sem hefur undanfarin ár unnið ötullega að hreinsun íslenskra stranda. Rætt var um starf Bláa hersins á næstunni, leiðir til að auka það enn frekar og stuðning forseta við þau áform. Mynd: forseti.is

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, RÚV – hljóðvarpi og sjónvarpi, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Tómasi J. Knútssyni, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Í rökstuðningi ráðherra vegna Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti segir: Tómas stofnaði Bláa herinn, sem eru frjáls félagasamtök hafa starfað

Vistlegra og fallegra umhverfi er að verða mun stærri liður í ákvarðanatöku íbúa um val á heimili og bæjarfélagi. Kannanir sem við gerðum í upphafi okkar umhverfisátaks, fyrir 4 árum síðan, sýndu að auk menntunartækifæra, atvinnu og úrvals í þjónustu skipti hreint og vistlegt umhverfi mestu um val á framtíðarbúsetu. Umhverfismál kalla á sérfræðiþekkingu. Við

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, opnaði í dag, 21.október, sýningu hjá Toyota Kópavogi þar sem Hybrid tæknin og áherslur Toyota í umhverfismálum var kynnt. Við þetta tilefni skrifaði Magnús Kristinsson, eigandi Toyota á Íslandi, undir þriggja ára styrktarsamning við umhverfissamtökin Bláa Herinn sem gerir samtökunum kleift að hefja hreinsunarátakið Hreinn ávinningur sem felst í því að hreinsa

Vinnuhópurinn frá SEEDS Blái herinn tóku höndum saman og heimsóttu Akranes.  Blái herinn og SEEDS tóku sig til og hreinsuðu fyrir Írska daga á Akranesi ein 8 tonn úr fjörunni hjá Þorgeir og Ellert. Mjög margir komu til okkar og lofuðu framtakið. Nóg er eftir en við vorum í tvo daga að vinna þarna í

Keravafarar gerast liðsmenn Bláa hersins. Hópur sem keppir fyrir hönd Reykjanesbæjar á árlegu vinarbæjarmóti vinabæja Reykjanesbæjar tóku áskorun Bláa hersins og hreinsuðu í og við Fitjar. Þessi hópur mætti tvisvar sinnum og vann samtals í rétt rúmar 100 klukkustundir. Ruslið var vel á annað tonn og tókst þetta verkefni mjög vel. Krakkarnir stóðu sig mjög

Þvílík þjóðarskömm. Þessi ferð var farin til að kynna sér ástand sem einhver hafði hvíslað í eyra mér varðandi rusl og drasl við þjóðveginn okkar til Egilsstaða. Aðallega eru nú þetta bílflök og járnadrasl af löngu úreltum landbúnaðartækjum og vinnuvélum af öllum stærðum og gerðum. Komið var víða við og stoppað allsstaðar á leiðinni þar

Innrásin til Eyja

16.01.2014

Blái herinn hertekur Vestmannaeyjar. Fyrirfram boðuð innrás til Vestmannaeyja átti sér nokkurn aðdraganda. Toyota á Íslandi var með bílasýningu helgina 20-21 apríl. Þótti herforingjanum við hæfi að ráðast til atlögu við rusl og drasl sem hann vildi finna í Eyjunum fögru og athuga hvort ekki væri hugur í eyjapeyjum að aðstoða aðeins. Fór með báða

Umhverfisstofnun leitaði til okkar um að hreinsa olíublautt þang sem var í og við tvær tjarnir inn af ströndinni við strandstaðinn. Alls var unnið við þetta verkefni í 80 klst. Fiskikörin sem notast var við voru fyllt í 52 skipti og flutt í burtu með þyrlu. Alls viktaði hinn olíublauti þari um 25 tonn. Liðsmenn

Hreinn ávinningur

16.01.2014

Ávinningurinn af hreinna umhverfi er margvíslegur og í sumum tilfellum ómetanlegur. Þannig getur rusl og slæm umgengni á lóðum fyrirtækja valdið óbætanlegum skaða á ímynd þeirra, ekki síst þegar matvælafyrirtæki eiga í hlut. Hreinleiki umhverfis hefur einnig mikil áhrif á þá mynd sem erlendir ferðamenn fá af landinu í huga sér og því er góð

TOP