Hreinsum landið

Hreinn ávinningur
Hreinn ávinningur
16.01.2014

Hreinsum landið

Hreinsum landið

Umhverfissamtökin Blái herinn gangast fyrir landsátaki í hreinsun og fegrun landsins. Víða þarf að taka til hendinni í þessum málum, t.d við strendur landsins, á lóðum fyrirtækja, einkalóðum og almenningssvæðum. Blái herinn vill hrinda þessum áformum í framkvæmd með eftirfarandi hætti:

  • Við ætlum að hvetja sveitarfélög til að beita sér fyrir fegrun og hreinsun umhverfis og leggja þeim lið í því verkefni.
  • Við viljum virkja Íslendinga til að lifa í sátt við umhverfi sitt með markvissum skilaboðum.
  • Við ætlum að virkja almenning, ekki síst börn og ungmenni, til þátttöku í allsherjar hreinsunar og fegrunarátaki.
  • Markmið okkar er jafnframt að valda og viðhalda hugarfarsbreytingu meðal almennings, ekki síst ungu kynslóðarinnar, hvað snertir umgengni og snyrtimennsku þar sem okkar nánasta umhverfi á í hlut.