Verkefnin

 

Hreinsun í Þórshöfn með USA nemendum 2019

Hreinsun í Þórshöfn með USA nemendum 2019

Verkefnin árið 2020 sem komin eru í ferli eða eru í gangi.

  • Girðingarhreinsun við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eftirlit og hreinsanir á girðingum umhverfis Keflavíkurflugvöll í samstarfi við ISAVIA.
  • Í ferli er verkefni með farþegum lítilla skemmriferðaskipa sem vilja hreinsa fjörur á afskekktum stöðum á Íslandi. Nánar um þetta verkefni síðar.
  • Nokkrir erlendir skólahópar voru búnir að bóka fjöruverkefni, við sjáum til hvað gerist.
  • Allir aðrir viðburðir sem hafa verið á dagsskrá undanfarin ár eins og Samnorræni strandhreinsidagurinn í byrjun maí, Dagur Hafsins í byrjun Júní og hinn árlegi Umhverfisdagur Isavia og Bláa hersins verða auglýstir seinna.
  • Unnið við að koma J-50 aftur í notkun.
  • Unnið við önnur verkefni eins og þau koma til okkar, eins og að safna rafgeymum eru þegar byrjuð.
  • Skoða fjörur og vega og meta verkefni út frá því um Reykjanesskagann og Suðurströndina.
  • Önnur verkefni verða unnin eins og áður og dagsetningar og viðburðir auglýstir bæði á Facebook síðu samtakanna sem og hér á blaiherinn.is.
Fjörurusl frá Svavari úr Herdísarvík 2019

Fjörurusl frá Svavari úr Herdísarvík 2019