Um Bláa herinn

Blái herinn eru umhverfisverndarsamtök sem leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörfum, hvatningu og vitundarvakningu.

Blái herinn hóf störf árið 1995 og varð formlega frjáls félagasamtök árið 1998. Stofnandi samtakanna er Tómas J. Knútsson fæddur í Keflavík árið 1957. Tómas hefur unnið sem vélvirki, slökkviliðsmaður, sjúkraflutningamaður, sportköfunarkennari og eiturefnatæknir. Hann hóf að stunda sportköfun árið 1975 en áhugi hans á umhverfistengdum verkefnumi hófst fyrir alvöru í sportköfunnarkennaranámi hjá PADI árið 1991 um það leyti sem umhverfisdeildar PADI var stofnuð – Project Aware.

Frá stofnun hefur Blái herinn verið fremstur í flokki í hreinsun stranda, hafna, lóða fyrirtækja og fleira á Íslandi. Á tímabilinu hafa farið yfir 65000 vinnustundir í meira en 200 verkefni með 6000 sjálfboðaliðum sem hreinsað hafa yfir 1425 tonn af rusli úr náttúru Íslands.

Blái herinn er meðlimur alþjóðlegu umhverfisverndarsamtakanna Lets Do It world sem stýrir Alheimshreinsunardeginum (World Cleanup Day) í september ár hvert.

Blái herinn var ásamt Landvernd tilnefndur til norrænu umhverfisverðlaunanna 2018 fyrir verkefnið Hreinsum Ísland. Blái herinn stýrir núna strandhreinsunarlegg verkefnisins.

Tómas var sæmdur riddakrossi hinna Íslensku Fálkaorðu í janúar síðastliðin fyrir framlag sitt á vettvangi umhverfisverndar.

 

TOP