Tvö tonn á tveimur tímum

Súpusamvera – Tómas Knútsson og Blái herinn
17.01.2019
Blái herinn
Er­lend aðstoð í strand­hreins­un
13.09.2019

Tvö tonn á tveimur tímum

Blái herinn

Marglytturnar og Blái herinn ásamt forsetanum

Sundhópurinn Marglytturnar, Blái herinn og hópur sjálfboðaliða, alls um sextíu manns, tíndu upp um tvö tonn af rusli í Mölvík við Grindavík í kvöld.

Soffía Sigurgeirsdóttir, ein af Marglyttunum, segir árangurinn mjög góðan miðað við aðeins tveggja tíma verk.

“Þessi fjara var hreinsuð fyrir tæplega fjórum árum síðan. Þá var nánast eins og hún hefði verið ryksuguð en þrátt fyrir það náðum við að taka saman tvö tonn,”

segir hún og nefnir að ýmsu úr sjávarútveginum skoli á land í fjörunni ásamt skothylkjum, brotnum leirdúfum og eyrnatöppum frá skotveiðimönnum. Mest hafi verið um plast og veiðafæri í fjörunni.

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á mbl.is með því að smella hér.