Er­lend aðstoð í strand­hreins­un

Blái herinn
Tvö tonn á tveimur tímum
21.08.2019
Árlegur strandhreinsunardagur
Hreinsað í Sandvík á árlegum strandhreinsunardegi
13.09.2019

Er­lend aðstoð í strand­hreins­un

Blái herinn

Gríðarlegu magni af rusli skol­ar upp á strend­ur lands­ins. Fyr­ir rúm­um tveim­ur árum hreinsaði Blái her­inn með Tóm­as Knúts­son í broddi fylk­ing­ar 2,5 tonn af plasti og öðru rusli í Sand­vík á Reykja­nesi. Í dag tíndi hann ásamt sjálf­boðaliðum og banda­rísk­um sendi­ráðsstarfs­mönn­um u.þ.b. tonn á sama stað.

Þetta er í sjötta skiptið sem banda­ríska sendi­ráðið tek­ur þátt í strand­hreins­un með Bláa hern­um. Um 50 manns voru í hreins­un­ar­starf­inu í dag en Tóm­as seg­ir mjög al­gengt að er­lent fólk taki þátt í hreins­un­ar­starf­inu. Næst á dag­skrá er Stóri alþjóðlegi strand­hreins­un­ar­dag­ur­inn og þá verður farið út í Eng­ey og Ak­ur­ey í Reykja­vík þar sem Blái her­inn mun leiða starfið.

mbl.is var á staðnum og myndaði herlegheitin: