Brim gerist aðalstyrktaraðili Bláa hersins

Heimsókn norður á Strandir 2-3 júní.
Heimsókn norður á Strandir 2-3 júní.
15.06.2020
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson
Strandhreinsun Hampiðjunnar – Forseti Íslands heiðraði okkur með nærveru sinni
04.09.2020

Brim gerist aðalstyrktaraðili Bláa hersins

Brim og Blái herinn taka höndum saman í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims og Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hafsins, undirrita styrktar- og samstarfssamning.

Brim og Blái herinn taka höndum saman í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims og Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hafsins, undirrita styrktar- og samstarfssamning.

Brim hf. hefur gerst aðalstyrktaraðili umhverfissamtakanna Bláa hersins sem hafa starfað í 25 ár og leggja áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörfum við strendur landsins og með hvatningu og vitundarvakningu. Brim mun styðja rekstur samtakanna með fjárframlögum og með faglegri aðkomu að kynningu og markaðsstarfi í þeim tilgangi að auka sýnileika umhverfissamtakanna. Þá mun Brim taka beinan þátt í verkefnum Bláa hersins með eigin hreinsunardegi a.m.k. einu sinni að ári þar sem fjörur verða gengnar og hreinsaðar.

Brim hf. á sér langa sögu og býr að mikilli reynslu og þekkingu á nýtingu auðlinda og framleiðslu sjávarafurða. Virðing fyrir umhverfinu og lífríki sjávar er grundvöllur starfsemi Brims og lögð er áhersla á góða umgengni um auðlindina og ábyrgar fiskveiðar svo komandi kynslóðir geti notið hennar áfram. Brim hlaut Umhverfisverðlaun atvinnulífsins árið 2019.

Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims hf.:

„Blái herinn undir forystu Tómasar J. Knútssonar hefur unnið frábært starf í aldarfjórðung við að hreinsa fjörur af plasti og ekki síður með því að vekja athygli á mengun í hafinu. Brim leggur mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfismál í sínu starfi og vill sýna í verki hvernig skilningur og virðing fyrir samfélagi og umhverfi fer saman við ábyrgan og arðsaman rekstur félagsins. Það fer því vel á að Brim gangi til liðs við Bláa herinn í baráttunni við plastmengun í hafinu.“