Þjóðin er í liði með mér

Plastmengun
Plastmengun hafsins er mikið áhyggjuefni
11.02.2020
Tókum smá törn við Arnarvelli
Tókum smá törn við Arnarvelli
29.03.2020

Þjóðin er í liði með mér

Blár Hilux-jeppi var afhentur Bláa hernum til afnota um helgina á jeppasýningu Toyota í Kauptúni í febrúar 2020

Blár Hilux-jeppi var afhentur Bláa hernum til afnota um helgina á jeppasýningu Toyota í Kauptúni í febrúar 2020

Blái herinn sem hreinsar strendur hafsins á 25 ára afmæli í ár. Tómas Knútsson, stofnandi Bláa hersins, segir þó aðaltímamótin þau að hafa fengið þjóðina í lið með sér.

Blár Hilux-jeppi var afhentur Bláa hernum til afnota um helgina á jeppasýningu Toyota í Kauptúni. Tómas Knútsson, stofnandi Bláa hersins, er ánægður með þann feng, enda hefur herinn hans fulla þörf fyrir öflugan bíl við hreinsun á ströndum hafsins og hann segir Hiluxinn skipta sköpum fyrir starfsemina. En þetta er ekki fyrsti bíllinn sem hann fær frá Toyota. „Samstarf Toyota og Bláa hersins hefur staðið lengi,“ lýsir hann.

Blái herinn heldur upp á 25 ára afmæli sitt á þessu ári. Tómas segir afmælið vissulega tímamót. Hitt séu þó enn meiri tímamót að augu almennings skuli hafa opnast fyrir þörfinni á starfsemi Bláa hersins. „Ég fagna því að skilningur er að aukast á því að fjörurnar hreinsa sig ekki sjálfar,“ segir hann. „Það er tímafrekt að tína upp það sem hafið skilar á land af því sem við mennirnir köstum eða missum í sjóinn.“

Tómas, sem er kafari, kveðst hafa komið auga á þörf fyrir hreinsun strandanna á undan flestum en fáir hafi trúað honum í byrjun. Á tímabilinu hafa farið yfir 76000 vinnustundir í meira en 300 verkefni með 9600 sjálfboðaliðum sem hreinsað hafa yfir 1550 tonn af rusli úr náttúru Íslands.

Frétt þessi var birt í Fréttablaðinu.