Strandhreinsun Hampiðjunnar – Forseti Íslands heiðraði okkur með nærveru sinni

Brim og Blái herinn taka höndum saman í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims og Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hafsins, undirrita styrktar- og samstarfssamning.
Brim gerist aðalstyrktaraðili Bláa hersins
22.06.2020
Blái herinn
Strandhreinsun við Selvogsvita
17.09.2020

Strandhreinsun Hampiðjunnar – Forseti Íslands heiðraði okkur með nærveru sinni

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson

Strandhreinsun Hampiðjunnar, starfsmannafélags Hampiðjunnar og Bláa Hersins var 29. ágúst s.l., og í þetta skipti tók 50 manna harðsnúinn hópur starfsmanna og fjölskyldumeðlima þeirra þátt í þessum árlega viðburði.

Frá facebook síðu Hampiðjunnar:

“Við tókum fyrir fjöruna austan Selvogsvita og náðum að hreinsa fullkomlega rúmlega 600 metra. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði okkur með nærveru sinni og lagði mikið á sig og var óþreytandi að tína upp rusl sem hefur skolað upp á stöndina undanfarin ár og áratugi.

Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur SFS, Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi lét heldur ekki sitt eftir liggja og lagði góðu málefni lið. Tómas Knútson hjá Bláa Hernum skipulagði viðburðinn með okkur og á hann miklar þakkir skildar fyrir allt sitt ötula umhverfisstarf með okkur og öðrum.

Afraksturinn var kúfaður hálfgámur á vörubílnum okkar ásamt fullfermdri kerru Bláa Hersins og væntanlega er magnið á bilinu 5-8 tonn en við fáum að vita það betur á morgun þegar allt verður vigtað.

Allir sem komu að þessum hreinsunardegi eiga mikið hrós skilið og áttu vonandi góðan og gefandi dag!”

Myndir

Strandhreinsun Hampiðjunnar, starfsmannafélags Hampiðjunnar og Bláa Hersins var í gær, 29. ágúst, og í þetta skipti tók…

Posted by Hampidjan on Sunday, 30 August 2020

Mynd: facebook / Hampiðjan