Strandhreinsun Hampiðjunnar, starfsmannafélags Hampiðjunnar og Bláa Hersins var 29. ágúst s.l., og í þetta skipti tók 50 manna harðsnúinn hópur starfsmanna og fjölskyldumeðlima þeirra þátt í þessum árlega viðburði.
Frá facebook síðu Hampiðjunnar:
“Við tókum fyrir fjöruna austan Selvogsvita og náðum að hreinsa fullkomlega rúmlega 600 metra. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði okkur með nærveru sinni og lagði mikið á sig og var óþreytandi að tína upp rusl sem hefur skolað upp á stöndina undanfarin ár og áratugi.
Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur SFS, Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi lét heldur ekki sitt eftir liggja og lagði góðu málefni lið. Tómas Knútson hjá Bláa Hernum skipulagði viðburðinn með okkur og á hann miklar þakkir skildar fyrir allt sitt ötula umhverfisstarf með okkur og öðrum.
Afraksturinn var kúfaður hálfgámur á vörubílnum okkar ásamt fullfermdri kerru Bláa Hersins og væntanlega er magnið á bilinu 5-8 tonn en við fáum að vita það betur á morgun þegar allt verður vigtað.
Allir sem komu að þessum hreinsunardegi eiga mikið hrós skilið og áttu vonandi góðan og gefandi dag!”
Strandhreinsun Hampiðjunnar, starfsmannafélags Hampiðjunnar og Bláa Hersins var í gær, 29. ágúst, og í þetta skipti tók…
Posted by Hampidjan on Sunday, 30 August 2020
Mynd: facebook / Hampiðjan