Höfðingleg gjöf frá Bláa hernum

Afmæliskveðja frá herra Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands
Afmæliskveðja frá herra Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands
15.04.2020

Höfðingleg gjöf frá Bláa hernum

Logo - Blái herinn

Tómas J. Knútsson og Margrét Hrönn Kjartansdóttir færðu Sandgerðisskóla höfðinglega gjöf í tilefni 25 ára starfsafmæli Bláa hersins.

Í tilkynningu frá Sandgerðisskóla segir:

“Að sjálfsögðu gætum við öll að smitvörnum og því engin mynd af handabandi milli okkar í tilefni þessa en þakklát erum við í Sandgerðisskóla og fögnum áframhaldandi og auknu samstarfi við Bláa herinn.

Við erum með okkar eigin bláu poka, svokallaða Tommapoka, sem nemendur geta gripið með sér út og tínt í rusl sem fokið hefur á skólalóðina, já eða einhver gleymdi sér eða sá ekki ruslafötuna sem er hér á staur við skólann.

Við erum nefnilega öll saman í liði og þó ruslið sé ekki eftir okkur þá viljum við hafa snyrtilegt í kringum okkur. Takk fyrir okkur!”

Á hverju vori fara nemendur einnig einn skóladag eða hluta hans á ákveðin svæði í sveitarfélaginu, tína rusl og fegra umhverfið.

Tommapokar

Tommapokar