Hreinsað til á Fitjum

16.01.2014

Keravafarar gerast liðsmenn Bláa hersins. Hópur sem keppir fyrir hönd Reykjanesbæjar á árlegu vinarbæjarmóti vinabæja Reykjanesbæjar tóku áskorun Bláa hersins og hreinsuðu í og við Fitjar. Þessi hópur mætti tvisvar sinnum og vann samtals í rétt rúmar 100 klukkustundir.

Ruslið var vel á annað tonn og tókst þetta verkefni mjög vel. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru montin af því að vera liðsmenn Bláa hersins og verðskulduðu styrk úr Umhverfissjóðnum að upphæð kr. 150 þúsund. Það gerði alveg úrhellisrigningu seinna skiptið en það kvartaði enginn. Kærar þakkir fær allur hópurinn.

TOP